Næstu námskeið í ungbarnanuddi
Miðvikudaginn 13. september kl 13.00 og næstu þrjá miðvikudaga þar á eftir.
Miðvikudaginn 4. október kl. 16.30 og næstu þrjá miðvikudaga þar á eftir.
Ef þessi dagur eða tími hentar ekki, hafðu þá samband við mig.
Fjögurra vikna námskeið. Námsgögn og ungbarnanuddolía fylgir.


Hrönn Guðjónsdóttir
Árið 2001 útskrifaðist ég sem heilsunuddari, meðgöngunuddari og ungbarnanuddkennari frá Boulder College of Massage Therapy.
Ég er meðlimur í Félagi íslenskra heilsunuddara.
Eftir að hafa farið í nálastungur og fengið bót minna meina heillaðist ég algjörlega af þessari meðferðarleið og ákvað að fara í nálastungunám.
Árið 2013 útskrifaðist ég frá Skóla hinna fjögurra árstíða.

Dugguvogur 50
Stofan mín er í Dugguvogi 50, 2 hæð. (Áður Dugguvogur 10 en nýlega var húsnúmerum í götunni breytt).
Nóg af bílastæðum fyrir utan.
Hugguleg aðstaða á annarri hæð hússins, stór biðstofa og sérrými fyrir ungbarnanuddnámskeiðin.
Ég geri mitt besta til þess að andrúmsloftið sé afslappað og notalegt á námskeiðunum.