top of page

Nálastungur

Nálastungur gagnast við margs konar verkjum Sjúkdómum og kvillum, leiðrétta ójafnvægi sem hefur myndast og kenna líkamanum að verða heilbrigður aftur. Yfirleitt lagast fleira í meðferðinni heldur en vandamálið sem upphaflega var unnið með. Margir fara að sofa betur, verða orkumeiri og almenn líðan verður betri. 

 

Nálastungur

Eru hluti af kínverskri læknisfræði. Margt getur valdið sjúkdómum og óþægindum m.a. tilfinningar, mataræði, veðrátta, slys, streita og margt fleira.

 

Manneskjan er séð sem ein heild, sem líkami og sál. Nálastungulækningar eru oft notaðar sem fyrirbyggjandi meðferð. Sjúkdómar verða yfirleitt til í líkamanum á löngum tíma. Með réttri greiningu má fyrirbyggja sjúkdóma, þá er ójafnvægið sem fyrir er í líkamanum leiðrétt, ónæmiskerfið byggt upp og almenn líðan og orka verður betri.

 

Í fyrsta tímanum er tekið ýtarlegt viðtal við skjólstæðinginn, einnig er „hlustað“ á hina 12 púlsa sem samsvara orkubrautum líkamans. Tunga er skoðuð sem og almennt útlit og líðan. Með þessari greiningu er fundið út hvaða nálastungurpunktar henta best í hvert skipti. Leitast er við að nota sem fæstar nálar í hverri meðferð.

 

Nálastungur á meðgöngu

Við ógleði, grindar og bakverkjum. Sem undirbúningur fyrir fæðinguna og eða til þess að koma fæðingu af stað. Rannsóknir sýna að útvíkkunartímabilið styttist töluvert og að nálastungur draga úr kvíða fyrir fæðingunni.  

Eyrnanálastungur - Hættu að reykja

Ertu tilbúin að hætta? Þá eru eyrnanálstungur gott hjálpartæki. Við hittumst í 5 skipti. Fyrri vikuna annan hvern dag. Svo líða 3 til 4 dagar á milli meðferða. 

bottom of page