Fjarkennsla
Ungbarnanudd - Fjarkennsla í beinni - tvö skipti
Kennslan fer fram í gegnum fjarbúnað. Við "hittumst" tvisvar sinnum á fyrirfram ákveðnum tíma. Tilvalið fyrir þá sem vilja læra heima í stofu hvar í heiminum sem er. Námsgögn fylgja.
Við ákveðum tímasetningu en gott er að það líði nokkrir dagar á milli tímana. Það gefur Þér/ykkur tækifæri til þess að æfa nuddið sem er nauðsynlegt. Ef þið eigið eldri börn þá er algjörlega hægt að nota nuddið á þau og jafnvel að leyfa þeim að nudda litla syskini sitt en að sjálfsögðu undir ykkar handleiðslu. Það er erfitt að nudda börn á milli 1 árs og 2 ára en það er vel hægt að nudda þau í stutta stund, en þolinmæðin til að liggja er ekki mikil. Eftir 2ja ára aldurinn er svo hægt að nudda allan líkaman aftur.
Skráning hér fyrir neðan: