©2007-2019 Hrönn Guðjónsdóttir

hronn [hjá] ungbarnanudd.is

S: 699 1299

Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

  • facebook-logo.png

FJARKENNSLA

Ungbarnanudd -  Fjarkennsla í beinni - Þrjú skipti
Námskeiðið fer fram á videospjalli. Við "hittumst" á fyrirfram ákveðnum tíma. Ég verð með sýnikennslu á dúkku og þú nuddar barnið þitt. Tilvalið fyrir þá sem vilja ekki fara mikið út þessa dagana og fyrir þá sem búa út á landi eða erlendis. 

 

Í fyrsta tíma lærir þú að nudda fætur, maga og bringu. Í tíma tvö förum við yfir það saman og bætum við handleggjum, andliti og baki. Í tíma þrú er allt endurtekið ásamt skemmtilegum og þroskandi æfingum sem við gerum með börnunum. Við fylgjumst með hjá hvert öðru í gegnum mynd og tal. Tímarnir verða einu sinni í viku á sama tima. Það gefur ykkur tækifæri til þess að æfa nuddið á milli tímana sem er nauðsynlegt. Ef þið eigið eldri börn þá er algjörlega hægt að nota nuddið á þau og jafnvel að leyfa þeim að nudda litla syskini sitt en að sjálfsögðu undir ykkar handleiðslu. Það er erfitt að nudda börn á milli 1 árs og 2 ára en það er vel hægt að nudda þau í stutta stund, en þolinmæðin til að liggja er ekki  mikil. Eftir 2ja ára aldurinn er svo hægt að nudda allan líkaman aftur. Í boði eru þrjár mismunandi tegundir af tíma: 

Stakur tími til að vinna á tilteknu vandamáli.

2-3 börn og foreldrar á sama tíma.

Einkakennsla.

Skráning hér fyrir neðan:

Bóka fjarkennslu