FJARKENNSLA

Ungbarnanudd -  Fjarkennsla í beinni - tvö skipti
Kennslan fer fram í gegnum videospjall. Við "hittumst" tvisvar sinnum á fyrirfram ákveðnum tíma. Tilvalið fyrir þá sem vilja læra heima í stofu hvar í heiminum sem er. Ýmist eitt eða tvö börn í einu.  Námsgögn fylgja 

 

Í fyrri tímanum lærir þú að nudda fætur, maga, bringu og handleggi. Í seinni tímanum förum við yfir það saman og bætum við andliti og baki ásamt skemmtilegum og þroskandi æfingum sem við gerum með börnunum. Við komum okkur saman um hvenær vit hittumst í gegnum skjáinn en gott er að það líði vika á milli tímana. Það gefur ykkur tækifæri til þess að æfa nuddið sem er nauðsynlegt. Ef þið eigið eldri börn þá er algjörlega hægt að nota nuddið á þau og jafnvel að leyfa þeim að nudda litla syskini sitt en að sjálfsögðu undir ykkar handleiðslu. Það er erfitt að nudda börn á milli 1 árs og 2 ára en það er vel hægt að nudda þau í stutta stund, en þolinmæðin til að liggja er ekki  mikil. Eftir 2ja ára aldurinn er svo hægt að nudda allan líkaman aftur.

Skráning hér fyrir neðan:

Bóka fjarkennslu

©2007-2019 Hrönn Guðjónsdóttir

hronn [hjá] ungbarnanudd.is

S: 699 1299

Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

  • facebook-logo.png