NÁLASTUNGUR 

Eru árangursríkar við margs konar verkjum og kvillum, leiðrétta ójafnvægi sem hefur myndast og kenna líkamanum að verða heilbrigður aftur.

HEILSUNUDD 

Unnið er á þeim vandamálum sem eru til staðar ásamt að veita góða slökun. Gott nudd bætir líðan, er fyrirbyggjandi, mýkir vöðva og dregur úr stirðleika. 

NÁLASTUNGUR OG NUDD

Álagssvæði meðhöndlað með nuddi og nálastungur notaðar til að koma á jafnvægi og leiðrétta það sem er að.

MEÐGÖNGUNUDD 

Líkamstaðan breytist sem getur valdið þreytu og verkjum. Nuddið linar verki, dregur úr spennu, veitir góða slökun og bætir svefn. Sérstakur meðgöngunuddbekkur.

UNGBARNANUDD 

Foreldrar læra að nudda barnið sitt.  Tengslamyndun og svefn verður betri, magakrampar og loft í þörmum minnkar. Rannsóknir sýna að börn þyngjast og þroskast fyrr en önnur börn.

Námskeið í Dugguvogi 10               

Vegna mikilla smita í þjóðfélaginu verður ekki námskeið í janúar. Þess í stað bíð ég upp á kennslu fyrir 2 börn í einu, þrjú skipti. 

Einkakennsla eða tvö börn saman. Tvö skipti, val um að koma í Dugguvog 10 eða ég kem til ykkar á stór Reykjavíkursvæðið. 

Ungbarnanudd olia og námsgögn fylgja með. 

 

Fjarkennsla. Þrjú skipti, Þú nuddar barnið heima hjá þér og ég kenni þér nuddstrokurnar í gegnum fjarbúnað. Námsgögn send í netpósti. 

  

Námskeið fyrir þinn foreldrahóp:  Á tíma og degi sem hentar ykkur.