top of page

Meðgöngunudd

Konan liggur á meðgöngubekk. Gat er fyrir magann með stuðningi sem er stilltur er fyrir hverja og eina og hentar því öllum stærðum og gerðum af maga. 

 

Líkami konunar breytist mikið á meðgöngunni. Líffæri færast til og þyngdaraukning verður sem veldur oft þreytu og verkjum í líkamanum. Nudd getur linað verki, dregið út spennu ásamt því að veita góða slökun. Konur sem fara reglulega í nudd tala um það hvað nuddið hafi hjálpað þeim mikið bæði andlega og líkamlega á meðgöngunni sem og í fæðingunni.  Eins telja þær að nuddið hafi ekki síður góð áhrif á barnið þeirra.

bottom of page