top of page

Heilsunudd

Ég blanda saman eftirfarandi nuddtegundum en hver tími er sniðin að þörfum nuddþegans. Engin tími er eins þar sem dagsform hvers einstaklings er mismunandi. Yfirleitt kemur nuddþegi með tiltekið vandamál sem hann óskar eftir að unnið sé með. Einnig tel ég mikilvægt að sá sem liggur á bekknum nái góðri slökun. Margir lýsa nuddinu hjá mér sem mjúku en samt þéttu.

 

Swedish Therapeutic Massage - Sænskt (klassískt) heilsunudd

Það nudd sem vestrænar þjóðir þekkja best. Fjölbreyttar strokur sem mýkja og slaka á stífum og spenntum vöðvum. Nudd sem kemur betri hreyfingu á blóðflæði líkamans og eykur losun úrgangsefna.

Normalization of Soft Tissue (NST) - Bandvefs og þrýstipunktanudd

Þessi meðferð hjálpar tilteknum svæðum sem hafa „aflagast“ með tímanum. Oft vegna rangrar vinnustellinga, t.d. að sofa alltaf á annarri hliðinni eða vegna slæmrar vinnuaðstöðu við tölvuna. Er einnig árangusrík við ýmis konar meiðslum og áunnum verkjum. Markmiðið með þessari meðferð er að minnka sársauka og auka hreyfigetu. Þær aðferðir sem eru notaðar eru m.a. losun á himnu líkamans (Myofascial release) sogæðanudd (Lymphatic drainage) og þrýstipuntameðferð (Trigger point therapy).

Integrative Therapeutic Massage - Heildrænt nudd

Body, mind and spirit. Sameining líkama og huga, langar strokur. Unnið með öndun og samskipti.

Zen Shiatsu

Æfagömul Japönsk meðferð, unnið er með flæði lífsorkunnar (Qi) eftir sérstökum rásum (meridians) sem eru um líkamann. Þessi meðferð er byggð upp á svipaðri speki og nálastungur. Þrýst er á punkta á orkubrautunum til að auka blóðflæði og slaka á vöðvaspennu. Þessi meðferð hefur góð áhrif á líkama og sál.

 

Energy Medicine - Orka og heilun

Unnið með orku líkamans, orkustöðvar (chakras) og heilun.

bottom of page