top of page
nalastungur-teikning.jpg

Nálastungur við verkjum og betri heilsu

Nálastungur og nudd

Álagssvæði meðhöndlað með nuddi og nálastungur notaðar til að koma á jafnvægi og leiðrétta það sem er að.

Heilsunudd

Unnið er á vandamálum sem eru til staðar í líkamanum  ásamt góðri slökun. Gott nudd bætir líðan, mýkir vöðva og dregur úr stirðleika. 

Meðgöngunudd

Líkamstaðan breytist sem getur valdið þreytu og verkjum. Nuddið linar verki, dregur úr spennu, veitir góða slökun og bætir svefn.

Nálastungur

Eru árangursríkar við margs konar verkjum og kvillum, leiðrétta ójafnvægi sem hefur myndast og kenna líkamanum að verða heilbrigður aftur.

nalar.jpeg
IMG_3850.MOV.jpg

Námskeið í ungbarnanuddi

Ungbarnanudd námskeið

Foreldrar læra að nudda barnið sitt. Tengslamyndun og svefn verður betri, magakrampar og loft í þörmum minnkar.

Einkakennsla eða tvö börn saman

Tvö skipti, val um að koma í Dugguvoginn eða ég kem til ykkar á stórhöfuðborgarsvæðinu. 

Fjarkennsla í ungbarnanuddi

Tvö skipti. Þú nuddar barnið heima hjá þér og ég kenni þér nuddstrokurnar í gegnum fjarbúnað.

Ungbarnanudd námskeið fyrir þig og barnið byrjar þriðjudaginn 4. nóvember kl. 14.00, fjögur skipti.

​​Námsgögn og ungbarnanuddolía fylgir.​

Verð Kr. 18.000

IMG_3766.HEIC
IMG_3674_edited.jpg

Gjafabréf á ungbarnanuddnámskeið

hronn.jpeg

Hrönn Guðjónsdóttir

Árið 2001 útskrifaðist ég sem heilsunuddari, meðgöngunuddari og ungbarnanuddkennari frá Boulder College of Massage Therapy.

Ég er meðlimur í Félagi íslenskra heilsunuddara. 

Eftir að hafa farið í nálastungur og fengið bót minna meina heillaðist ég algjörlega af þessari meðferðarleið og ákvað að fara í nálastungunám.

 

Árið 2013 útskrifaðist ég frá Skóla hinna fjögurra árstíða.

image.png

Hátún 12

Stofan mín er í Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, fyrsta hæð, vestur inngangur.

Góð aðkoma og nóg af bílastæðum fyrir utan.

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband, ég svara við fyrsta tækifæri.

Anchor 1
bottom of page