NÁMSKEIÐ

UNGBARNANUDD

Kennslan er byggð á fræðum Vimala Schneider McClure. Hún stofnaði alþjóðleg samtök og skóla í ungbarnanuddi, sem mennta leiðbeinendur í ungbarnanuddi í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég kenni nuddstrokurnar á dúkku og foreldrar nudda börnin sín. 

Námskeið í ungbarnanuddi

 • Foreldrar læra að nudda barnið sitt.

 • Við hittumst vikulega, klukkustund í senn í fjórar vikur.

 • Æskilegur aldur barns er 1-10 mánaða.

 • Námsgögn með góðum útskýringum.

 • Ungbarnanuddolía, sérmerkt með nafni barnsins.

 • Myndataka í síðasta tímanum.

 • Litlir hópar, afslappað og notalegt andrúmsloft.

 • Ef óskað er eftir held ég námskeið í heimahúsum, 5-6 börn.

 • Kennari með yfir 10 ára reynslu í ungbarnanuddkennslu.

 

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ungbarnanuddi sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast mun fyrr en þau sem ekki eru nudduð.

 

Næstu námskeið

Miðvikudaginn 7. júli kl. 11.30, fjögur skipti.

Einnig er val um: 

-Foreldrahópar geta pantað námskeið á tíma sem hentar þeim.  Kem í heimahús á höfuðborgarsvæðinu eða hjá mér í Dugguvogi 10.

-Einkennsla í Dugguvogi eða heima hjá þér á stór Reykjavíkur svæðinu.

-Fjarkennsla í boði, þú nuddar heima hjá þér og við "hittumst" fyrir framan skjá. Tilvalið fyrir fólk sem vill vera heima hjá sér hvar í heiminum sem það býr. 

 

Auk þess getur nuddið

 • Bætt svefn.

 • Aukið öryggistilfinningu.

 • Dregið úr magakrömpum.

 • Aukið blóðflæði.

 • Styrkt ónæmiskerfið.

 • Myndað sterkari tengsl milli barns og þess sem nuddar.

 • Mæður sem þjást af þunglyndi eftir fæðingu geta haft mikið gagn af nuddinu.

 

Öll börn eru einstök, flest njóta þess frá fyrsta degi að láta nudda sig en önnur þarf að venja við. Þess vegna er mikilvægt að undirbúa barnið vel og nudda það heima helst daglega á meðan á námskeiðinu stendur. Í fyrsta tímanum læra foreldrar að nudda fætur og maga, í þeim næsta bringu og handleggi. Í þriðja tímanum andlit og bak og í þeim fjórða verða gerðar skemmtilegar æfingar.

 

Nudd er yndisleg aðferð fyrir ykkur til að tengjast enn betur. Njótið þess að nudda barnið ykkar, náið augnsambandi við það, talið við það og leikið. Ef að báðir foreldrar komast ekki á námskeið er um að gera að kenna makanum eða t.d. ömmu eða afa réttu handtökin þegar heim er komið.

 

Eldri systkini þurfa gjarnan á gæða tíma að halda með mömmu og pabba. Tilvalið er að nota sömu nuddstrokur á þau og litla barnið. Eldri börnum finnst oft spennandi og notalegt að fá að nudda litla barnið undir handleiðslu foreldra sinna.

Báðir foreldrar eru velkomnir á námskeiðið.